7.1.2008 | 14:49
síðasti jóladagur í gær...
...síðasti dagur Amy minnar á morgun, þ.e hún flýgur áleiðis heim rétt fyrir kl 17 á morgun
Svo er það tilbreytingarlítið amstur hversdagsins sem er framundan.
Ánægð með nýju nágrannana, Steinunn mín Aradóttir og hennar ektakvinna hún Sigga eru að flytja inn hérna á móti það finnst mér ekki slæmt, góðir grannar sem eru að fara og svona uppáhaldsstelpa að koma. Þær birtust hérna ásamt Línu og drukku með mér kaffi rétt áður en ég fór í vinnuna í gær, gaman að sjá þær og nú sé ég Línu kannski aðeins oftar, alla vega ef ég gæti þess að liggja í stofuglugganum og fylgjast með gestakomum þarna hinu megin
Skrapp í Einarsbúð að kaupa mér fisk, og er búin að steikja nýja ýsu og lauk sem Amy hitar sér svo bara upp í kvöld, verð að gefa henni eitthvað sem henni finnst einstaklega gott áður en hún fer, veit að hún verður ekki lystarmikil á morgun, en hún elskar steikta fiskinn minn og ég tala nú ekki um laukinn hehehehe, (mér finnst nú stundum fiskurinn aukaatriði, bara ef ég fæ steiktan lauk)
Gangið í ljósinu vinir mínir
Athugasemdir
kvitt
SigrúnSveitó, 8.1.2008 kl. 00:37
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 18:12
Gott að þú átt góða granna þú góða kona ég er líka svona með steiktan lauk með fisknum.Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 18:18
Kvitt og góðar kveðjur til þín Gunna mín. Já það er sko gott að hafa góða granna, það er á hreinu, ég á alveg yndislega sem betur fer þó að ég kanski sjái þau ekki oft skottast hér eða hitti þau sjaldan eru þau samt sem áður góðir grannar :)
Erna Friðriksdóttir, 8.1.2008 kl. 20:48
Gleðilegt nytt ár kella mín kveðja Hanna sigga
Hanna Sigga (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 08:54
innlitskvitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:13
Kærleikskveðja.
Kristín Snorradóttir, 10.1.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.