ÞAR KOM AÐ ÞVÍ!

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

kæru þið öll og þökk fyrir samveruna hérna í bloggheimi.InLove

Djöf... hvað ég er búin að vera LÖT, samt druslaðist ég til að koma mér í að bjóða Estu og co í mat, dreif mig á meðan Sunneva og Birkir voru úti og Stefán enn fyrir vestan, slapp alveg við Lýð og kærustuna hans, það var búið að bjóða þeim annað svo ég fór nokkuð þægilega út úr þessu hehehehe, reyndar svínaði Sylvía á mér, Andri vinur hennar og skólabróðir var á ferðinni og hún bauð honum bara til ömmu, bara gaman að fá hann aðeins í heimsókn.

Amy tók sig til og eldaði frábæran kvöldmat á gamlárskvöld, kalkún með sætukartöflumús einhverjum baunajafningi sem samanstóð af svona strengjabaunum sveppasúpu og fleiru og svo trönuberjasósa, fuglinn var fylltur með brauði, papriku og????. Þetta var þvílíkt gott, var nú ekki mjög spennt, hef einu sinni áður borðað kalkún en hann var ekki svona góður, var frekar þurr, þessi var æðislegur, steiktur við mikinn hita til að byrja með og þar með var allur safi rækilega lokaður inni :) nammi namm, nú verður þetta héðan í frá áramótahnossgætið mitt! Takk elsku Amy Kissing InLove

Jólin voru indæl, bara notalegt, allir fengu góðar gjafir og vel valdar sumir fengu óvænta gjöf (ég) sem fékk viðkomandi (mig) til að tárast, vissi að ég átti góða vinkonu hérna, en að hún hugsaði svona fallega til mín, ja ég átti líka að vita það, takk elsku Ragga mín Heart

Núna er það svo hversdagurinn sem tekur við, ekki slæmt, nema jú, Amy mín fer að fara út aftur, en svona er lífið, hún er ekki í þeirri aðstöðu að koma hingað til lengri veru og Ragnar Sigurður er ekki á leið út í heim að sinni, hann þarf að ljúka öðrum verkefnum fyrst.

Nú á ég von á að Jakob Hjörtur og hún Elísa litla komi um helgina, og vonandi Karen Rut líka, svo er ég að hugsa um að liggja á Óla að kíkja í kaffi einhvern tímann á morgun, get bakað pönnukökur,( loksins á ég almennilega pönnu aftur, su gamla var eyðilögð fyrir mér aaaaaarrrrg! lét bara tengdó gefa mér nýja hehehehe) og hent á þær rjómaklessu,  ekki slæmt að mínu mati.

Ekki ætla ég að gera neinn annál síðasta árs, hann er að finna í blogginu mínu hvort eð er og það finnst mér alveg nóg, nenni ekki að pota honum inn hérna, árið var bara alveg sæmó og ég sátt við það að flestu leyti, Elva og Raggi fluttu til Danmerkur, sakna þeirra oft, ég skrapp til þeirra í 1/2 mánuð og ætla aftur í ár, já aumingja Raggi fær tengdó sína aftur og trúlega í annan 1/2 mán hehehehe "illgirnislegur hlátur"Devil Gjöfin góða sem ég fékk fyrr á árinu er ekki komin enn í mínar hendur, en ég ætla ekki að uppljóstra neinu um það hér að sinni, það vita þetta nokkrir en ég er ekki tilbúin að gera hana opinbera strax, til þess liggja ótal ástæður, en mikið hlakka ég til að geta notið hennar og vona að ég geti notið hennar lengi.Heart Heart Heart

Jæja, er þetta ekki bara gott í bili? held það.
Sendi ykkur öllum mínar bestu óskir um að árið verði ykkur til farsældar og gleði.
Knús á línuna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.1.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Var líka með kalkún á Áramótum....mmmmmmm, það er eins með hann og annað hráefni, matseldin skiptir höfuð máli.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fékk líka mjög góðan kalkún hjá systur minni á milli  jóla og nýárs hafðu það gott elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ji minn hvað þú hefur gert mig forvitna...

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

 

Bara þolinmæði elskan

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.1.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Gunnar! gaman að sjá kvittið þitt, gleðilegt ár sömuleiðis :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.1.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband