14.12.2007 | 14:02
eilífðar vitleysis veður
Djöf er ég orðin leið á þessu eilífðar roki! Skil ekkert í Kára gamla að nenna þessum blæstri, verður hann ekkert þreyttur , þakka Guði fyrir að vera laus við veðurhræðslu sem hrjáði mig fram undir fertugt, var svo hræðilega veðurhrædd að ég gat mig ekki hrært ef komið var gott rok. Svava Magg læknaði mig af þessari hræðslu með því að draga mig ævinlega út í gönguferð í vitlausu veðri, því meiri sem hríðin var, fannst henni betra hehehehe, og ég drattaðist með með lafandi tungu. Norðanáttin er oft ansi hvöss þarna á Tanganum og ekkert að gera annað en að sættast við sperringinn sem ég og gerði þannig að nú sit ég inni og hlusta á veðrið og pikka inn á tölvuna röflið í mér þið lesið ef þið viljið, annars ekki
Ætla að skella í piparkökur, þessar einu sönnu, og svo serenukökur, þessar tvær sortir eru ómissandi, serenukökurnar hafa fylgt mér frá því að ég man eftir mér, piparkökurnar byrjaði ég að baka fyrstu jólin okkar Jóns og allar götur síðan, þær koma frá henni Diddu fyrrum mágkonu minni, serenukökurnar frá henni mömmu minni.
Hentist í Krónuna að kaupa inn smotterí á meðan veðrið er svona næstum þolanlegt og sem betur fer voru pokarnir mínir þokkalega þungir, annars hefði ég fokið um koll, þó ég sé ekki neitt fis, fékk svo þokkalega hviðu hér við tröppurnar, hefði verið sjón a´sjá kellu fjúka á hausinn og vörurnar út um allt
kallinn búin að setja jólaseríuna í stofugluggann, bíður eftir að ég komi mér að verki og reddi smáafþurrkun og svona fyrir uppsetningu á jólaþorpinu sem hann setur upp um hver jól, vonandi fýkur það ekki út í veður og vind eins og greniljósaserían á tröppunum.
Jæja, kaffibollinn tómur, ætla að rífa af skenknum og koma mér svo í að hnoða.
Vonandi verður þetta skítaveður ekki neinum til tjóns eða valdi slysum.
gangið í ljósinu kæru vinir.
Gunna/mammzan
Athugasemdir
Dugleg ertu að fara út að ganga í þessu veðri og og gangi þér vel með baksturinn kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.12.2007 kl. 15:29
endemis vitleysa er þetta í þér Gunna mín, það er sko miklu betra að hafa þetta en frostið og kuldannnnnn.............
Guðrún Vala Elísdóttir, 14.12.2007 kl. 22:40
Er fáránlega hrædd í svona roki en ef þetta væri snjóbylur liði mér betur.. þá verð ég eins og Svava Magg fer í göngutúr og alles.... maður er náttúrulega ekki í lagi.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.12.2007 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.