nú fer skórinn út í glugga í kvöld

Já loksins er komið að því að setja skóinn út í glugga Grin ætli hann Stekkjastaur vinur minn muni eftir mér, er búin að hamast við að reyna að vera góð Whistling

 Erla systir og Smári buðu í mat á föstudagskvöldið í tilefni 100 ártíðar föður okkar og eru þau hjón þá búin að halda upp á 150 ára afmæli á árinu, þ.e. hún varð 50 í feb og 100 ár frá fæðinu þess gamla.  Frábært kvöld og ekkert annað, maturinn rann ljúflega niður enda bara frábær og ekki skemmdi eftirrétturinn sem var heimalagaður ís oooh, uuummmm snilldareftirréttur! ekkert annað. 

matarborðið

 

 

Kvöldið var frábært eins og ég er búin að segja, verst að það komu ekki allir, Halldór bróðir okkar komst ekki vissi þó af þessu með löööngum fyrirvara og hefði átt að tryggja sér frí, en,  mikið að gera í vinnunni Errm  eru sumir meira ómissandi en aðrir hehehehe, Dóri minn við söknuðum ykkar!   Bíbí systir, skessan sú, vissi þetta í endaðan júlí eins og við hin, planaði utanlandsferð! fatta hana ekki, hún varð svoooo glöð þegar Erla bauð, en ja svona er lífið og þau misstu af frábæru kvöldi. 

 

 

 

Takk elsku þið fyrir frábært kvöld

 

gestgjafarnir IV

 

  Þarna er verið að halda moppukynningu um kvöldið LoL, nei nei, eftir eitt glas af rauðvíni var nú höndin svo slöpp hjá sumum að mjólkinni sem átti að fara í kaffið var bara þeytt í gólfið hehehehe

 Helga litla

 

 

 

 

 

 Sökudólgurinn að rúlla upp mjólkurblautum dúknumLoL

 Annars hefur lífið gengið sinn vanagang, vinna, vinna og vinna heim til að ÆTLA að gera eitthvað, rölt í búðir í jólagjafaleit o.sv. frv.

Ætla að skreppa á kaffihúsið okkar Skrúðgarðinn til hennar Maríu og fá mér kaffi með Röggu Ósk ef allt gengur eins og planað var, ætlum að hringjast á uppúr kl 2.

Hætt í bili.

Knús og kram, gangið á Guðs vegum kæru vinir.

ykkar mammzan/Gunna 

             
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er nú víst að fyrsti jóasveininn kemur í nótt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.12.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2007 kl. 16:35

3 identicon

Sá fyrsti kom hingað í nótt og gaf fósturbarninumínu í skóinn við mikla kátínu "barnsins". "Barnið"mitt er 18 ára.hahahahahahahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 03:47

4 identicon

sæl og blessuð

sá commentið á síðunni hans valla og ákvað bara að svara þér hér.

ég hef það alveg ágætt þakka þér.. er ennþá í minni meðferð við mínum geðsjúkdómum.. og gengur bara vel .ég er hjá frábærum meðferðaraðilum sem láta mig ekki sitja á rassgatinu. er í iðju á hverjum degi og fer til læknis og hjúkku í hverri viku.

ég er nýlega flutt aftur í höfuðborgina en ég var að vinna í ár í smá vinnu á sjúkrahúsinu á hvt.ákvað aðeins að breyta til..en er mætt aftur í höfuðborgina.

ég er að komast í jólaskapið og hlakka til að fara norður um jólin og vera í faðmi fjölskyldunnar.. það verður æði..

vona að þú hafir það gott og hlakka til að heyra meira frá þér.

bestu kveðjur hafdís.

Hafdís (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband