25.11.2007 | 12:42
Tónleikar o.fl.
Jæja, ég fór á Megas ;) í Skrúðgarðinum í gærkvöldi, skemmti mér konunglega. Það átti nú ekki að hleypa gestunum inn af því að "tæknin" var eitthvað að stríða tæknimönnunum hans, en fyrir rest gekk það jú, María sendi okkur inn í upplýsingamiðstöðina, hugsa að hún hafi ekki gert ráð fyrir þessu frekar en aðrir, skítakuldi úti og fólk hékk við dyrnar þegar við Ingibjörg mættum á svæðið.
Það kostaði 1000 kr inn, það var sannarlega ekki mikill peningur fyrir þá ágætu skemmtun sem við fengum, mér finnst kallinn ekki "selja sig" dýrt, hefði ekki séð eftir 2000 kalli í hann.
Ekki kemst hann nú samt með tærnar þar sem hann Hörður minn Torfa elskulegur hefur hælana að mínu áliti, enda HT með afbrigðum góður laga og textahöfundur og frábær leikari þegar hann er á tónleikum. Hann er mitt mikla uppáhald þessi elska.( Knús og miklu miklu meira knús á hann elsku kallinn minn :*)
Hitti ógnarsjarmör á tónleikunum sem kom til mín og vildi endilega fá að bjóða mér í glas sem ég þáði, takk fyrir mig Maggi minn, þú ert alltaf bara frábær.
Ekki er vafi á því að BESTA KAFFIÐ er hjá henni Maríu minni í Skrúðgarðinum, fékk mér kaffibolla hjá henni á tónleikunum og uuummm... sá eftir að hafa ekki bara fengið mér kaffi, hefði þá kannski ráðið við 2 (fer bara aftur síðar)
Við Ingibjörg ákváðum að skella okkur í skötu á Þorláksmessu, gerðum það í fyrra, ég borðaði reyndar bara saltfisk hehehehe og ætla að gera það líka núna, finnst skata ekki vera góð, og þá er ég bara pen í lýsingu minni á þessum "ágæta" mat.
Þegar ég var með Stjörnubita fram í Strandbæ á Hvammstanga hérna um árið, kastaði ég næstum upp þegar ég tók lokið af pottfjandanum í skötuveislunni á Þorláksmessu, hafði ALDREI soðið skötu áður og drottinn minn! gekk betur árið eftir á Gunnukaffi, þá gerði ég ráð fyrir þessum skelfilegu ósköpum hehehehehe. Já svo lengi lærir sem lifir
Jæja, það var nú bara allt að verða hvítt þegar ég druslaðist fram úr, létt snjóföl yfir hérna og örlítil snjókoma, sjálfsagt komin hálka, og þá er bara að aka gætilega.
Hætt í bili, ætla að fara í búð þar sem ég tók þátt í frídegi neytenda í gær og ekkert var keypt inn nema pylsuskömm og samloka en það var undir miðnættið, svo það slapp NÆSTUM hjá mér að halda daginn hehehehe.
Knús og enn meira knús
Megi ljósið umvefja ykkur og gefa ykkur yl í hjarta og bjarta og fallega daga núna í skammdeginu
Ykkar einlæg
Það kostaði 1000 kr inn, það var sannarlega ekki mikill peningur fyrir þá ágætu skemmtun sem við fengum, mér finnst kallinn ekki "selja sig" dýrt, hefði ekki séð eftir 2000 kalli í hann.
Ekki kemst hann nú samt með tærnar þar sem hann Hörður minn Torfa elskulegur hefur hælana að mínu áliti, enda HT með afbrigðum góður laga og textahöfundur og frábær leikari þegar hann er á tónleikum. Hann er mitt mikla uppáhald þessi elska.( Knús og miklu miklu meira knús á hann elsku kallinn minn :*)
Hitti ógnarsjarmör á tónleikunum sem kom til mín og vildi endilega fá að bjóða mér í glas sem ég þáði, takk fyrir mig Maggi minn, þú ert alltaf bara frábær.
Ekki er vafi á því að BESTA KAFFIÐ er hjá henni Maríu minni í Skrúðgarðinum, fékk mér kaffibolla hjá henni á tónleikunum og uuummm... sá eftir að hafa ekki bara fengið mér kaffi, hefði þá kannski ráðið við 2 (fer bara aftur síðar)
Við Ingibjörg ákváðum að skella okkur í skötu á Þorláksmessu, gerðum það í fyrra, ég borðaði reyndar bara saltfisk hehehehe og ætla að gera það líka núna, finnst skata ekki vera góð, og þá er ég bara pen í lýsingu minni á þessum "ágæta" mat.
Þegar ég var með Stjörnubita fram í Strandbæ á Hvammstanga hérna um árið, kastaði ég næstum upp þegar ég tók lokið af pottfjandanum í skötuveislunni á Þorláksmessu, hafði ALDREI soðið skötu áður og drottinn minn! gekk betur árið eftir á Gunnukaffi, þá gerði ég ráð fyrir þessum skelfilegu ósköpum hehehehehe. Já svo lengi lærir sem lifir
Jæja, það var nú bara allt að verða hvítt þegar ég druslaðist fram úr, létt snjóföl yfir hérna og örlítil snjókoma, sjálfsagt komin hálka, og þá er bara að aka gætilega.
Hætt í bili, ætla að fara í búð þar sem ég tók þátt í frídegi neytenda í gær og ekkert var keypt inn nema pylsuskömm og samloka en það var undir miðnættið, svo það slapp NÆSTUM hjá mér að halda daginn hehehehe.
Knús og enn meira knús
Megi ljósið umvefja ykkur og gefa ykkur yl í hjarta og bjarta og fallega daga núna í skammdeginu
Ykkar einlæg
Athugasemdir
Oh þú heppin að fara á Tónleika með Megasi karlinum. Tók hann ekki gamla slagara
Erna Friðriksdóttir, 25.11.2007 kl. 21:07
Skata þykir mér ekki góð og enn síður fílan af þeim mat. En fátt slær út gott kaffi.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:34
nei hvað segirðu? gaman hefði verið að sjá þig en svona gerast kaupin á eyrinni
Guðrún Jóhannesdóttir, 28.11.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.