20.11.2007 | 13:18
fundin fyrirsögn síðustu færslu
titill síðustu færslu...
kom frá Helgu Hinriks:
Notalegheit og brúnaðar kartöflur
Notalegheit og brúnaðar kartöflur
(sjá komment)
Takk fyrir það kæra "systurdóttir"
Annars, fátt að gerast, og einhversstaðar segir að engar fréttir séu góðar fréttir svo við skulum halda okkur við það :)
Fékk Stefán frænda minn í heimsókn, vaaaáááá sá hefur aldeilis lagt af!!! fór í magahjáveituaðgerð og er að standa sig með miklum sóma, afar jákvæður og bara allt annar blær yfir gæjanum mínum.
SVO FÓR ÉG í Einarsbúð... jæja, fór kl 3, mætti næstum of seint í vinnuna, ekki af því að þjónustan sé svona léleg, nei aldeilis ekki það, en það er komið svo mikið af uppáhalds jólavörunum mínum, jólakarlar í hinum og þessum stærðum, englar og Guð veit hvað, púff, varð að rífa mig frá þessu öllu en slapp ekki við að kaupa eina jólamjólkurkönnu, hún er "fruntalega" flott eins og kerlan sagði í jóladagatalinu forðum (var það ekki Blámi, mér fannst kellan þar svo mikið æði) Sannarlega ætla ég þarna út aftur og skoða betur, hver veit nema sú gamla fari heim með fleiri jólavörur í pokanum í það skiptið.
Ég finn smá jólatilhlökkun innra með mér, svolítið öðruvísi en oft áður, langar í jól með góðum mat og slökun, kannski smá jólaboðsívafi ef ég verð dugleg, ætti því kannski að baka hehehehe, alltaf draga svona hugmyndir dilk á eftir sér, vona bara að ættingjarnir lesi ekki þetta blogg til að ég geti bara hætt við að hugsa um jólaboð hnéhnéhné
NEI, DJÓÓÓÓK
Knús og meira knús
næsta blogg kl 13,00 þann 10 des hnegg hnegg
nei bara næst þegar ég nenni
gangið í ljósinu elsku þið öll og látið nú ekki Kortaklippi af of mörg verkefni eftir hátíðarnar.
Nú ætla ég að fara að telja niður í þann tíma sem ég get sett skóinn minn út í glugga
Takk fyrir það kæra "systurdóttir"
Annars, fátt að gerast, og einhversstaðar segir að engar fréttir séu góðar fréttir svo við skulum halda okkur við það :)
Fékk Stefán frænda minn í heimsókn, vaaaáááá sá hefur aldeilis lagt af!!! fór í magahjáveituaðgerð og er að standa sig með miklum sóma, afar jákvæður og bara allt annar blær yfir gæjanum mínum.
SVO FÓR ÉG í Einarsbúð... jæja, fór kl 3, mætti næstum of seint í vinnuna, ekki af því að þjónustan sé svona léleg, nei aldeilis ekki það, en það er komið svo mikið af uppáhalds jólavörunum mínum, jólakarlar í hinum og þessum stærðum, englar og Guð veit hvað, púff, varð að rífa mig frá þessu öllu en slapp ekki við að kaupa eina jólamjólkurkönnu, hún er "fruntalega" flott eins og kerlan sagði í jóladagatalinu forðum (var það ekki Blámi, mér fannst kellan þar svo mikið æði) Sannarlega ætla ég þarna út aftur og skoða betur, hver veit nema sú gamla fari heim með fleiri jólavörur í pokanum í það skiptið.
Ég finn smá jólatilhlökkun innra með mér, svolítið öðruvísi en oft áður, langar í jól með góðum mat og slökun, kannski smá jólaboðsívafi ef ég verð dugleg, ætti því kannski að baka hehehehe, alltaf draga svona hugmyndir dilk á eftir sér, vona bara að ættingjarnir lesi ekki þetta blogg til að ég geti bara hætt við að hugsa um jólaboð hnéhnéhné
NEI, DJÓÓÓÓK
Knús og meira knús
næsta blogg kl 13,00 þann 10 des hnegg hnegg
nei bara næst þegar ég nenni
gangið í ljósinu elsku þið öll og látið nú ekki Kortaklippi af of mörg verkefni eftir hátíðarnar.
Nú ætla ég að fara að telja niður í þann tíma sem ég get sett skóinn minn út í glugga
Athugasemdir
HÉR KEMMUR KOMMENTIÐ FRÁ HELGU SYSTURDÓTTIR SEM BIRTIST Í HEILD Á 123.IS/VELKOMIN
Uss... kemur enginn með hugmyndir að titli handa þér kæra móðursystir. Hér kemur þá ein og ef enginn annar ætlar að koma með hugmynd þá vinnur þessi hugmynd sjálfkrafa verðlaunin í hugmyndasamkeppninni "LANGbesta-hugmyndin-að-ekki-svo -góðum-titli". Og hér er þá mín hugmynd:
"Notalegheit og brúnaðar kartöflur"
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.11.2007 kl. 13:21
Sæl Gunna mín. Vildi kvitta fyrir innlitið til þín. Jammmmmm sé að þú ert komin með jólatré :) Er að reyna að gera eitthv af skilduverkunum fyrir jólin , skúmug upp fyrir haus :( setti meira að segja jóladisk á fóninn því ég er nú ekkert með neinn jólafýling og greinilega diskurinn ekki heldur því hann bara stoppaði ......hmmm er þetta ávísun á eitthvað??? Bestu kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 22.11.2007 kl. 14:29
Kvitt,kvitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.