10.11.2007 | 15:11
Bilka og jólaföndrið
Elva hringdi í mig á ÓKRISTILEGUM tíma í morgun, um kl 10
var ekki vöknuð, held að hún hafi verið í BILKA, þar finnst mér gaman að líta inn, þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar held ég, eða svona langleiðina.Reyndar hef ég sjaldan orðið jafnsmeyk eins og þar í sumar.
Þannig var mál með vexti að Elva og kallarnir hennar voru að skoða hjól, jú jú þarna fundust ágætis hjól sem fjölskyldan hafð mikinn hug á að eignast en ákveðið var að láta það bíða betri tíma, nema hvað þegar við erum komin fram þar sem allt afsláttar"draslið" er í körfum og ég eitthvað að róta, kemur Elva til mín og segir að þau ætli að skjótast inn aftur og bara kaupa hjólin, hvort ég vilji ekki bara bíða þarna frammi, ég vildi það, gat þá gramsað að vild. Jæja svo líður og bíður, gamlan búin að ákveða að kaupa ekki neitt úr körfunum, fá sér frekar nammi, búin með það og farin að bíða aftur og ekkert gerist, sko ég meira að segja var komin á vakt við kassana. Ekki bólar á liðinu og ég var virkilega farin að hugsa um að fara inn í verslunina aftur og kaupa mér gönguskó, Raggi var búinn að tala um að það mætti kannski troða þessu í bílinn og satt best að segja var ég alveg viss í minni sök, nú hefðu þau bara ákveðið að taka frekar hjólin heim en mig hehehehehehe.
Jæja hvað um það, Esta og Skúli er í Damörkinni í heimsókn hjá Skippershovedvejfamilíunni
Elva og co ruddust til Köben í gær að sækja þau og voru einmitt í hópi þeirra sem sátu föst á brúnni vegna flutningabílsins sem fór á hliðina (voru reyndar með E&S með sér) ég held að Elva eigi að láta það ógert að fara til Köben, held að hún hafi farið svona 3 (+?) eftir að hún flutti út ,en í tvö skifti hefur hún lent einmitt í svona töfum og verið afar lengi á leið heim.
Annars, gott að vakna í "morgun" í sólinni
sálin verður eitthvað mun léttari þegar svona viðrar, hef samt verið löt í dag, er hundþreytt og eitthvað slöpp, skítkalt og má bara dúða mig eða liggja undir sæng, sussu sussu, og það er fríhelgi
Fékk smá jólafíling, langar að fara að föndra, en vantar föndurfélagann minn til margra ára hana Kiddý vinkonu mína á Hvammstanga, við áttum sko mörg skemmtileg föndukvöld um þetta leiti árs, spilandi jólalögin fram og aftur, Nanni hristi nú stundum hausinn yfir okkur og glotti þegar hann var að koma heim úr vinnunni seint og við sátum í jólaskapi í byrjun nóv, hehehehe, en mikið voru þetta frábær kvöld, sakna þeirra alveg rosalega.
Jæja, fja...kornið, ætla að rífa úr þvottavélinni og koma í þurrkarann og fá mér svo kaffibolla og skoða betur pakkann minn sem ég keypti í SKRAPPA.IS hann er smá jólalegur
Þar til síðar....
Megi ljós kærleikans umvefja ykkur krúttin mín
ein sem hefði viljað vera með í Bilka í morgun.



Jæja hvað um það, Esta og Skúli er í Damörkinni í heimsókn hjá Skippershovedvejfamilíunni

Annars, gott að vakna í "morgun" í sólinni


Fékk smá jólafíling, langar að fara að föndra, en vantar föndurfélagann minn til margra ára hana Kiddý vinkonu mína á Hvammstanga, við áttum sko mörg skemmtileg föndukvöld um þetta leiti árs, spilandi jólalögin fram og aftur, Nanni hristi nú stundum hausinn yfir okkur og glotti þegar hann var að koma heim úr vinnunni seint og við sátum í jólaskapi í byrjun nóv, hehehehe, en mikið voru þetta frábær kvöld, sakna þeirra alveg rosalega.
Jæja, fja...kornið, ætla að rífa úr þvottavélinni og koma í þurrkarann og fá mér svo kaffibolla og skoða betur pakkann minn sem ég keypti í SKRAPPA.IS hann er smá jólalegur

Þar til síðar....
Megi ljós kærleikans umvefja ykkur krúttin mín
ein sem hefði viljað vera með í Bilka í morgun.
Athugasemdir
Hvem ka´ Bilka....
Gulli litli, 10.11.2007 kl. 15:14
hjólin voru keypt, enda var hásumar í sumar hehehehe og laaaangt í "vetur" þarna hjá þeim. Mikið búið að nota fjárfestinguna alveg til dagsins í dag,enda eru jú danir duglegir að hjóla og ætli það smiti ekki
"nýbúa" frá íslandi.
Síminn minn fer ekki á silent, svo hringir nú enginn í mig í heimasíma, bara í gemsann minn, hef svo sem fengið hringingu á "ókristilegri" tíma en þetta


Guðrún Jóhannesdóttir, 11.11.2007 kl. 12:02
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 10:38
Já kæra Gunna mín mörgum finst þessi tími þe jólin og annað skemtilegur tími og það er yndislegt......Bestu kveðjur til þín
Erna Friðriksdóttir, 14.11.2007 kl. 18:42
og hvað svo.... varstu skilin eftir?? ég er svo fattlaus að ég las textann tvisvar án þess að finna út hvað varð um þig...
Guðrún Vala Elísdóttir, 15.11.2007 kl. 23:28
nei, ég keypti enga gönguskó, fékk að sitja í heim, hjólin komu daginn eftir með flutningabíl
ég hefði kannski átt að koma með' flutningabílnum, ansi myndarlegur bílstjórinn 

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.11.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.