Ný færsla hjá kellu :)

Var svo heppin að fá afmælisboð, Korka Karls varð 1.árs á dögunum daman og haldin veisla að því tilefni, gaman að sjá liðið og veitngarnar bara glæsilegar.

Annars er kerlan bara hálfandlaus, langar mest að sofa frá því að ég kem heim úr vinnu og þar til vinna hefst á ný, er fja.... orkulausari og eitthvert slen í mér, veit ekki hvort að þetta er byrjun á einu þunglyndiskasti eða hvað. Hef reyndar verið að vinna töluvert og er þreytt en svona verður það að vera fram yfir jólin, en þá get ég aðeins blásið, fram að því að fara að eltast við aukavaktir til að koma sér til Danmerkur a.m.k. er líka farin að langa til að hitta fólkið hennar Amy, en PÚFF það kostar aðeins meira en Danm.ferð hehehehe

Kellan góð!!! skrapp í Bónus á dögunum, nema hvað, var að VANDA mig við að leggja í stæði,Blush fremur þröngt, hvað haldið þið að ég geri????  jebb nuddaði mér utan í eitthvert steinsteypurör sem var þarna og rispaði bílinn minn, mér fannst það og finnst nú svolítið fyndið,Whistling get ekki að því gert, en ég er nú svo ljónheppin að' þetta er ekki "MÍN" megin, sé þetta aldrei ja nema ef ég fer eitthvað að bjástra í kringum bílinn, þvo hann eða eitthvað þessháttar bull, maður lætur það bara ógert, þá get ég talið mér trú um að þetta hafi verið draumur/martröð :)   nota bene, það var FULLT af öðrum stæðum sem ég gat lagt í, meira að segja nær versluninni hehehehehehehe.

Heyrði aðeins í Kárstaðakallinum í gær, lá vel honum og við gátum spjallað og hlegið, það hressir alltaf að spjalla við hann kvekendið ;)

Það var á föstudagskvöldið var að hér ruddist inn aldeilis glaðbeytt kvendi, dró með sér tengdason sem var nú alveg (not) að gefast upp á tengdamóðurinni hehehehe, hún átti bara eftir að pakka niður fyrir hann annars hefði hann skilið hana eftir HJÁ MÉR LoL   þetta var hún Ása "sys" alveg yndislegt að fá hana, (þó hún væri með tengdasoninn með sér hehehehe) það er SVOOOOO langt síðan ég hitti hana kelluna, en alltaf er hún jafn spræk. Takk fyrir komuna elsku systir, þetta var bara frábært.InLove

Í gær birtust í vinnunni hjá mér 2 yndisleg "andlit" það var svo gaman að sjá þau, Helena og Börkur úr Hólminum birtust í lúgu, þau eru nú reyndar flutt í Borgarfjörðinn, að Varmalandi svo þetta var nú kannski ekki svo langt að fara, en æ hvað mér fannst notalegt að sjá þau, þau eru eitthvað svo YNDISLEG bæði tvö.Heart Heart Heart

Jæja, læt þetta duga að sinni, hlakka til að koma heim í kvöld, á von á pakka með póstinum og vona að hann verði borinn út í kvöld, var að panta mér smá föndurdót frá SKRAPPA.IS ætla aðeins að leika mér ÞEGAR ég á næst fríkvöld.

En þangað til næst, takk fyrir komuna, þið kvittið, kommentið eða bara lesið.
Megi leiðin ykkar vera ljósum prýdd, Guð blessi ykkur kæru vinir mínir, Halo
Ykkar  Gunna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er alltaf brjálað að gera hjá þér kona, þú mátt ekki vinna frá þér heilsuna. Ef þú ert að sigla inn í þunglyndi þá er um að gera að dúndra í sig omega fitusýrum, hægja á sér í vinnu og stunda einhverja hreyfingu, reyna að grípa inní áður en kastið verður of slæmt, svo veit ég orðið um marga sem láta athuga hormónabúskapinn í sér, stundum er það nóg, að auka við hormónin. En allavega farðu vel með þig og bestu kveðjur. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.11.2007 kl. 18:12

2 identicon

Farðu vel með þig það eru leiðinda pestar í gangi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:20

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svakalegur gestagangur er hjá þér kona.

farðu nú vel með þig. Tek undir með Hrafnhildi.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband