2.11.2007 | 13:40
skammtur vikunnar eða þannig hehehehe
Tengdasonurinn, sá hinn sami og tækjaði mig upp á dögunum kom hér í gær og kvartaði, hélt ég helst að hann ætlaði sér að fjarlægja þá ágætu gjöf sem ég fékk frá honum. Ekki var það fyrr en ég lofaði bloggi að ég gat hrakið hann í burtu frá lyklaborði og mús og til síns heima hehehehe
K A F F I L A U S A N N !
Nýr dagur, afmælisdagur, lítil frænka á afmæli og eins og annað merkisfólk fer hún til "útlanda" til að halda upp á afmælið sitt, það verður gaman að sjá krílið.
Helgin framundan átti nú að innihalda 3ja daga helgarfrí hjá mér en ég tók eina aukavakt og svo vantaði eina að losna við vakt og ég skellti mér á hana líka alveg í fljótfærni hehehehe mundi ekki eftir vinnunni á sunnudaginn, svo ég stytti helgina heldur betur :) en það er í góðu lagi, maður dettur nú varla niður dauður þó ekki sé nema 1 frídagur og svo verður bara gaman að fá útborgað (telja í mig kjark hehehehe)
Annars þarf ég að skreppa til Danmerkur, var að fá svo flottan bækling inn um lúguna með fötum, það má svo sem panta, en það er auðvitað ALVEG ómögulegt, maður verður að máta og sonna, fá kaffi og gistingu "einhversstaðar" já, það er ekki hægt annað
Þá er nú rjúpnaskyttuleitartímabilið hafið hjá björgunasveitunum, það er alveg ótrúlegt hvað þessar elskur (rjúpnaveiðimenn) leggja á sig til að tryggja björgunarsveitunum svona æfingatímabil, alveg ótrúleg fórnfýsi. ÞAÐ Á AÐ SKYLDA ÞESSAR SKYTTUR TIL AÐ TRYGGJA SIG fyrir svona ferðir, trygging sem færi til sveitanna ef þyrfti að kalla út leitarflokk, aarg, ekki er ég í björgunarsveit en ég veit að það fólk sem eru í þeim leggur á sig mikla vinnu í þessum tilfellum, ég er ekki að tala um þegar verða slys (slys gera ekki boð á undan sér) en þegar er verið að ana á fjöll með byssu og koma sér svo ekki til byggða af sjálfsdáðum, en sem betur fer er nú oftast þannig með skytturnar að þær eru einhversstaðar að væflast um í fyrirframvituðu vitleysisveðri og hefðu því EKKI átt að leggja í´ann.
Ekkert meira um það, jólarjúpuna verður þetta lið víst að fá, sama hvað þarf marga leitarmenn til að koma henni til byggða, mætti ég þá frekar bara biðja um eitthvað annað ofan í mig.
Humm fékk kjéddlan bara vitleysiskast við það að opna síðuna og gera tilraun til bloggs en það er nú ekki oft sem betur fer sem svona austur á sér stað.
Annars, bara fínt, Amy er að koma og verður fram yfir jól, kemur 26 gellan mín og fer strax eftir áramótin, betra stutt en ekkert :)
Gangið á Guðs vegum kæru vinir mínir,
Ykkar einlæg GJóh
Athugasemdir
Hæ er á yfirferð á meðal blogg vina, vildi bara kasta á þig kveðju.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.11.2007 kl. 15:27
Hélt þú værir dauð úr öllum æðum Gunna mín með bloggleysi en það er nú aldeilis ekki
Auðvitað heldur merkisfólk upp á afmælisdaginn sinn í útlönum :) það ætla ég að gera á næsta ári, þegar að minn 11 dagur kemur samkvæmt almannaki
Ég ætla nú rétt að vona að einhver rjúpa veiðist svo að ég fái góða rjúpuveislu milli jóla og nýárs..mmmmmmmmmm
Bestu kveðjur til þín
Erna Friðriksdóttir, 4.11.2007 kl. 06:50
það er sko eins gott að rjúpan skili sér í hús til mín fyrir aðfangadagskvöld.
Ég heyrði viðtal við einhvern hjálparsveitamann í útvarpinu í gær. Hann sagði að það væri eðlilegt að það kæmu fleiri útköll núna á stuttum tíma þar sem rjúpnaveiðitímabilið væri styttra þetta árið. Svo bað hann fréttamanninn fyrir þau skilaboð að fólk mætti alls ekki hika við að kalla á hjálp.
Sem ég held einmitt að menn geri því það er örugglega viss skömm í því að vera matsjó veiðimaður upp á fjöllum og villast svo bara eða eitthvað
Jóna Á. Gísladóttir, 6.11.2007 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.