22.10.2007 | 23:21
smá tilraun til bloggs
Jæja, það gerði góðan hvell ef svo má að orði komast, rauk upp í fja.... látum, roki og rigningu, og þurfti Lady ekki einmitt ÚT á þeim tíma sem veðrið var verst :( skil ekkert í mér að kenna henni ekki að nota klósett hehehehe.
Hjálmar Karl fór heim á laugardaginn, hefði alveg þegið að hafa hann hérna hjá mér aðeins lengur en hann þurfti að hitta marga og fleiri dagar gáfust í þessari ferð.
Ferðin heim gekk að sjálfsögðu ljómandi vel og skóli hjá gæjanum mínum í dag
Sonardóttir mín hún Karín Anna á afmæli í dag, til hamingju með daginn dúllan mín. Hún er búin að halda upp á það, notaði tækifærið þegar Hjálmar frændi hennar og vinur var hérna svo hann fékk afmælisveislu í ferðinni.
Fékk skemmtilega heimsókn um helgina, Elsa á Hvítadal í Saurbæ kom og stoppaði hjá mér stundarkorn, alltaf gaman að hitta kellu ;) Esta, Skúli og Lýður birtust líka og Hera mín á efri hæðinni leit inn og Stefán var svo heppinn að hér var verið að éta rándýrar pítsur af Dominos (kaupi aldrei pítsur þaðan aftur) og sendi ég honum smásneið af herlegheitunum en Hera fór í ræktina, vildi ekkert hjá ömmukellunni.
Ég er afspyrnulöt í dag, læt það eftir mér, tók 2 aukavaktir um helgina ja eða 11/2 vakt, Ellý tók fyrri hluta vaktarinnar á laugardaginn svo ég gæti hent út hérna hjá mér hehehehe, svo er ég bara með dagvaktir þessa viku, á frí fös og lau vinn svo sunnudagsvaktina mína, bara fínt plan.
Jæja, þetta er nógur barningur hjá mér að sinni, er bara ekkert í bloggstuði núna þetta haustið, nenni að fara bloggrúnt, lesa hjá þeim sem mér finnst gaman að heimsækja, oftast kommenta ég en ekki alltaf og þegar ég er búin að því er ég bara eins og stórskáldin, haldin ritstíflu hehehehe.
Gangið á Guðs vegum kæru vinir, munið að láta ekki sólina setjast á reiðina.
Ykkar einlæg :)
P.s. Lói minn, stjörnuspána mína finnurðu HÉR, er reyndar ekki búin að drusla inn núna, kemur vonandi annað kvöld
Athugasemdir
innlitskvitt
Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 22:40
kvitt og knús
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:44
Kvitt kvitt og vi láta þig vita að ég er að fylgjast með þér. Bestu kveðjur :)
Erna Friðriksdóttir, 28.10.2007 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.