Þá er nú komið að heimferð...

...hjá Hjálmari Karli :(  hann er búin að njóta þess að þvælast með bróður sínum, héðan og hingað, byrjaði hér og endar hér, vildi gjarnan hafa hann smá lengur fyrir mig, hann fór víða og því ekki lengi stoppað á hverjum stað.
Æ ekki gengur mér vel að halda stjörnuspánni inni, er helst að hallast að því að ég sé hundlöt að stússast í því hehehe, allavega er engin spá þessa viku.
Hitti Halldór bróðir minn í gær og við borðuðum saman súpu í Skrúðgarðinum hjá henni Maríu, yndisleg súpa og kaffi og sneisafull skál af konfekti.  Svo skemmtilega vildi nú til að Dóri bróðir og María þekkjast og var bara skondið að heyra hve hissa þau urðu á að sjá hvort annað, þegar Dóri kom inn, þá varð ég eiginlega smáhissa, þau sögðu bæði eitthvað á þá leið, nei, þú hér, en hvougt var að tala við mig hehehehehe, ég stóð þarna á miðju gólfi eins og kjáni og vissi ekki hvað var í gangi augnablik, en svo leyndi það sér ekki að þetta fólk þekkti hvort annað, bara gaman að þvi.
Loks létum við mæðgur svo verða af fyrirhugaðri kaffihúsaferð í dag, Sunneva kom með okkur og við fengum okkur yndælis kaffi og enn betri tertur, hjá Maríu að sjálfsögðu, og enn var borin í okkur sneisafull skál af konfekti, uuuummmm takk kæra María fyrir yndislegar móttökur í gær og í dag.
Nú sitjum við Hjálmar hér uppi í stofu, hann horfir á cartoon network, en ég pikka hér inn eitthvert bull
Er að hugsa um að færa mig um set og setjast hjá kallinum mínum og horfa með honum. Mig langar að segja við Elvu og Ragga; takk fyrir að senda guttann minn þessa viku til Íslands, það var/er frábært að fá að hafa hann stundarkorn, mun sakna hans mikið þegar hann fer :´(
Hætt að sinni, bið þess að þið öll mínir kæru vinir í bloggheimi njótið helgarinnar vel og rækilega, dekrið við ykkur sjálf og þá sem þið nennið að dekra við ;)
Knús á línuna, gangið í ljósinu
Ykkar Gunna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæl Gunna

Hvar nálgast ég stjörnuspár frá þér...hefur þú verið með þær á netinu ?  Einn eitthvað blindur.

Lói

Eyjólfur Sturlaugsson, 22.10.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband