14.10.2007 | 16:14
Dengsi mættur til ömmu
Jæja, Hjálmar Karl mætti til ömmu sinnar í nótt sem leið og hafði þau með sér Jakob og Elísu. Við brutumst inn hjá Sylvíu og Stefáni og parið gisti uppi, en ormurinn minn svaf í stofunni hjá ömmu sinni, æi hvað það er notalegt að hafa hann/þau hérna :)
Elísa þarf að fara suður aftur í kvöld eða eldsnemma í fyrramálið allavega þá er skóli hjá henni en Kobbi ætlar að vera með brósa sínum þessa viku sem hann stoppar.
Það var farið í búð og fékk Hjálmar að velja matinn og það var fiskur, soðin ýsa með rúgbrauði og tómatsósu í kvöldmatinn og svo langaði hann svo í SSpylsur :) ekki flókið að matreiða ofan í hann gullmolann minn.
RStef kom heim með ljós til að setja upp í stofunni og eru 2 þegar komin upp, það þarf að kaupa 1 til viðbótar svo þetta sé eins og ég myndi vilja hafa það. Svona er maður frekur, mér dugðu ekki 3 ljós.
Langar til að breyta í stofunni, en allt snýst jú um að hægt sé að horfa á sjónvarpið þó sólin glenni sig, vildi að það værri EKKERT sjónvarp, myndi sannarlega EKKI sakna þess, en á meðan það er svona stórt atriði, er jú ekki stætt á öðru gaaaaaaaaaaaaarg !
Jæja, ekki meira nöldur, bara að hafa sig í að baka pönnsur fyrir geggjaða liðið mitt.
Elísa þarf að fara suður aftur í kvöld eða eldsnemma í fyrramálið allavega þá er skóli hjá henni en Kobbi ætlar að vera með brósa sínum þessa viku sem hann stoppar.
Það var farið í búð og fékk Hjálmar að velja matinn og það var fiskur, soðin ýsa með rúgbrauði og tómatsósu í kvöldmatinn og svo langaði hann svo í SSpylsur :) ekki flókið að matreiða ofan í hann gullmolann minn.
RStef kom heim með ljós til að setja upp í stofunni og eru 2 þegar komin upp, það þarf að kaupa 1 til viðbótar svo þetta sé eins og ég myndi vilja hafa það. Svona er maður frekur, mér dugðu ekki 3 ljós.


Langar til að breyta í stofunni, en allt snýst jú um að hægt sé að horfa á sjónvarpið þó sólin glenni sig, vildi að það værri EKKERT sjónvarp, myndi sannarlega EKKI sakna þess, en á meðan það er svona stórt atriði, er jú ekki stætt á öðru gaaaaaaaaaaaaarg !
Jæja, ekki meira nöldur, bara að hafa sig í að baka pönnsur fyrir geggjaða liðið mitt.
Athugasemdir
Takk fyrir kommentin strákar mínir :) Já það er sérstaklega gaman að fá þennan gutta þar sem hann er að koma alla leið frá Danmörku í viku stopp, hann þarf að skottast í Stykkishólm og Reykhóla á meðan hann er hér krúttið.
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.10.2007 kl. 10:11
Vildi bara kasta á þig kveðju. Frábært fyrir þig að hitta barnabarnið
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.10.2007 kl. 07:56
það sama segi ég um sjónvarpið. Ég hef mjög litla eirð í mér til að horfa á sjónvarp og myndi ekki sakna þess. En ég er óneitanlega farin að hlakka til þegar ég fæ ömmustubb í heimsókn til að gista sem vonandi verður einhverntímann í framtíðinni
Guðrún Vala Elísdóttir, 17.10.2007 kl. 14:08
Sæl Gunna mín
Gaman að komast í samband. Ég hef ekki verið að blogga mikið á mína síðu undanfarið en kannski geri ég smá fljótlega. Kveðja Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2007 kl. 19:34
Yndislegt að vera með barnabörnunum sínum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.