6.10.2007 | 19:10
Orð dagsins ætti að byrja á ÞÞÞÞÞÞÞÞÞ
Já, ég held að orð dagsins í dag sé gjafmildi!
Tengdasonur minn sem svindlaði sig inn á mig forðum, (var svínabóndi, en losaði sig við svínin þegar hann var búin að fá svínóða tengdamóðir hehehehe en ég samþykkti hann einmitt fyrir svínin frír hamborgarhryggur hver jól ) hann kom þessi elska (ásamt dóttur minni og eiginkonu hans) færandi hendi í dag, sagðist ekki nenna að lesa bloggið mitt svona eins og það væri skrifað og skutlaði í mig þessu líka flotta lyklaborði ásamt mús. Hann fékk að sjálfsögðu stórt knús frá tengdó sinni
Svo frá og með deginum í dag get ég því skrifað Þ Xog C en þessir stafir fundust ekki á því gamla.
Svo... nú þarf ég ekki að bægslast í BT og skoða lyklaborð og taka ákvörðun um HVAÐ ég vil :)
Ein lukkuleg með tengdasoninn
Athugasemdir
Góður tengdasonur sem þú átt þarna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 23:37
Húnvetningur hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.10.2007 kl. 16:19
En fallega gert, svo nú geturðu látið gamminn geysa á ritvellinum,
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.10.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.