DANSKIR DAGAR

BLOGGIÐ MITT 

 

Já þá eru Dönsku dagarnir búnir !
Hreint út sagt FRÁBÆR helgi :)   Veðrið lék sannarlega við Hólmara og gesti sól og hlýtt, og aðfaranótt sunnudagsins var nú bara hlý og notaleg.  Ég skemmti mér alveg konunglega, ekkert öðruvísi en það, og allir sem ég spjallaði eitthvað við voru ánægðir með kvöldið.  Flugeldasýningin var bara GLÆSILEG ein sú flottasta hjá þeim eld ég, nema fallegi ljósafossinn sem þeir gera allaf í berginu á Súgandiseynni, hann klikkaði eitthvað, en  það hvar alveg í skuggann þegar þeir tóku að dúndra hverri Tívolíbombunni af annari í loftið, ekki færri en 3 í skoti FRÁBÆRT !  Takk fyrir frábæra skemmtun um helgina Hólmarar og gestir  :*
Það var troðfullt hús hjá Óla og Gosiu, þar gisti Esta með þá sem komu með henni, Jakob og Elísa og ég. Grilluðum ekki fyrr en á laugardaginn biðum eftir að allir væru komnir, Skúli var t.d. að vinna á laugardaginn og Kobbi og Elísa voru á tónleikum á föstudagskvöldið. Við nenntum ekkert í hverfagrill sem var á fösudagskvöldið, Óli var að vinna til 00.30 á fimmtudagskvöld og byrjaði kl 6.30 á föstudag og var ekki búinn fyrr en um 23.00 á föstudagskvöld og átti þá eftir að keyra eitthvað út á lauardeginum, tók nú reyndar ekki nema 2-3 tíma en samt...
Halldór bróðir minn og Sigrún komu til Helgu, gaman að hitta þau og eins kom hann Rúnar Harðar með sína fjölskyldu, gaman að hitta þau lika :)  Svo birtist hann Ingi Níels Guðrúnar og Kallasonur, þannig að þetta var lika ættingjahittingshelgi fyrir mig, enda fór svo að þeir sem ég náði ekki á að heimsækja á föstudag "misstu bara af mér"  en það kemur önnur helgi og aðrir dagar og þá birtist ég inn á gafli.
þar til síðar
Gangið í ljósinu. Ykkar Gunna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband