Úr Danmerkurferð kjéllunnar

Já sannkölluð ævintýranótt á Clausholm Slot.
Fór að skoða þessi herlegheit, bara ÆÐISLEGT, þarna var hægt að sjá fjarstýrða bensínbíla á sérstakri braut þar sem þeir voru í kappakstri og þeir feðgar Hjálmar og Raggi undu sér þar mun lengur en við mæðgur :) þarna voru líka fjarstýrðir bátar, sumir voru svo með fallegum ljósum þegar rökkvaði og reyndar þurfti að hefja "björgunaraðgerðir" til að ná einum bátnum til lands :), þeir sigldu á síkinu í kringum slottið.
Við skoðum slottið, rosalega flottar myndirnar í loftinu, gifs eða eitthvað þessháttar, en alveg glæsilegar, maður góndi svo til lofts að maður fékk hálsríg :). Þarna inni voru á sitthverri hæðinni, í Havesalen var Duo Paganini, fiðla og gítar leikin verk eftir Bach og Schubert og marga fleiri, en í Kongesalen var flautuconsert þar var hægt að hlýða á Bach, Bellmann Mozart og fl.   Ekki vorum við nú svo menningalega sinnuð að hlusta, enda ekki alveg við Hjálmars hæfi sem vonlegt er.
Þarna var hægt að fara á kaffihús ef maður var þolinmóður, það var greinilegt að það höfðaiði mjög til fólksins, við fórum þarna inn í kjallara slottsins en fórum út aftur, fórum í "det gamle vaskeri"  og fengum okkur "pylsu með öllu"  sú besta sem ég hef smakkað ! og hana nú.
Þarna var hægt að sjá riddara og einhverja skógarbúa (orka), en þeir (skógarbúarnir) voru svartir og höfðu undarlegt útlit :) þeir tókust svo á fyrir framan slottið, m.a. rændu þeir konu og riddararnir sýndu sitt riddaraeðli og björguðu henni :) að sjálfsögðu.  Einnig sáum við burtreiðar, aldeilis alveg frábær skemmtun, leikararnir skemmtilegir og þulurinn minnti mig sannarlega á Villa P nema hann var heldur minni ;)
Á leið frá burtreiðarvellinum lentum við í "froskaparadís" þar fundum við pínku ponsu litla froska og svo líka einn sem var eins og visið laufblað á lit, þetta var nú eitthvað fyrir Hjallann minn, enda var hann kominn með eitt krílið í lófann með það sama.
Ævintýranóttinni lauk svo með glæsilegri flugeldasýningu kl 11,00 við mikinn fögnuð áhorfenda.
Við sluppum vel frá rigningu, gerði 2 eða 3 smáskúri og enginn varð alvarlega blautur, enda flestir með regnhlífina með eins og við gerðum reyndar líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband