Færsluflokkur: Bloggar

DANSKIR DAGAR

BLOGGIÐ MITT 

 

Já þá eru Dönsku dagarnir búnir !
Hreint út sagt FRÁBÆR helgi :)   Veðrið lék sannarlega við Hólmara og gesti sól og hlýtt, og aðfaranótt sunnudagsins var nú bara hlý og notaleg.  Ég skemmti mér alveg konunglega, ekkert öðruvísi en það, og allir sem ég spjallaði eitthvað við voru ánægðir með kvöldið.  Flugeldasýningin var bara GLÆSILEG ein sú flottasta hjá þeim eld ég, nema fallegi ljósafossinn sem þeir gera allaf í berginu á Súgandiseynni, hann klikkaði eitthvað, en  það hvar alveg í skuggann þegar þeir tóku að dúndra hverri Tívolíbombunni af annari í loftið, ekki færri en 3 í skoti FRÁBÆRT !  Takk fyrir frábæra skemmtun um helgina Hólmarar og gestir  :*
Það var troðfullt hús hjá Óla og Gosiu, þar gisti Esta með þá sem komu með henni, Jakob og Elísa og ég. Grilluðum ekki fyrr en á laugardaginn biðum eftir að allir væru komnir, Skúli var t.d. að vinna á laugardaginn og Kobbi og Elísa voru á tónleikum á föstudagskvöldið. Við nenntum ekkert í hverfagrill sem var á fösudagskvöldið, Óli var að vinna til 00.30 á fimmtudagskvöld og byrjaði kl 6.30 á föstudag og var ekki búinn fyrr en um 23.00 á föstudagskvöld og átti þá eftir að keyra eitthvað út á lauardeginum, tók nú reyndar ekki nema 2-3 tíma en samt...
Halldór bróðir minn og Sigrún komu til Helgu, gaman að hitta þau og eins kom hann Rúnar Harðar með sína fjölskyldu, gaman að hitta þau lika :)  Svo birtist hann Ingi Níels Guðrúnar og Kallasonur, þannig að þetta var lika ættingjahittingshelgi fyrir mig, enda fór svo að þeir sem ég náði ekki á að heimsækja á föstudag "misstu bara af mér"  en það kemur önnur helgi og aðrir dagar og þá birtist ég inn á gafli.
þar til síðar
Gangið í ljósinu. Ykkar Gunna


DAGURINN Í DAG

Bloggið mitt

 

 

Dagurinn í dag er sérstakur.
Hann tilheyrir þér.


Gærdagurinn sáldraðist milli
fingra þinna.Honum verður ekki breytt.

Morgundagurinn

Þú veist ekki
hvort hann kemur.


Dagurinn í dag
er hið eina
sem þú getur
verið viss um.
Hann getur þú fyllt með eigin
ákvörðunum.


NOTFÆRÐU ÞÉR ÞAÐ. 


fann þessa dásemd :)

Bloggið mitt: http://www.123.is/velkomin

 

1. Do not walk behind me, for I may not lead. Do not walk ahead of me, for I may not follow. Do not walk beside me either. Just pretty much leave me the hell alone.
2. The journey of a thousand miles begins with a broken fan belt and leaky tire.
3. It's always darkest before dawn. So if you're going to steal your neighbor's newspaper, that's the time to do it.
4. Don't be irreplaceable. If you can't be replaced, you can't be promoted.
5. Always remember that you're unique. Just like everyone else.
6. Never test the depth of the water with both feet.
7. If you think nobody cares if you're alive, try missing a couple of car payments.
8. Before you criticize someone, you should walk a mile in their shoes. That way, when you criticize them, you're a mile away and you have their shoes.
9. If at first you don't succeed, skydiving is not for you.

10. Give a man a fish and he will eat for a day. Teach him how to fish, and he will sit in a boat and drink beer all day.
11. If you lend someone $20 and never see that person again, it was probably worth it.
12. If you tell the truth, you don't have to remember anything.
13. Some days you're the bug; some days you're the windshield.
14. Everyone seems normal until you get to know them.
15. The quickest way to double your money is to fold it in half and put it back in your pocket.
16. A closed mouth gathers no foot.
17. There are two theories to arguing with women. Neither one works.
18. Generally speaking, you aren't learning much when your lips are moving.
19. Experience is something you don't get until just after you need it.
20. Never miss a good chance to shut up.
21. Never, under any circumstances, take a sleeping pill and a laxative on the same night


Aðalbloggsvæðið

mitt er á       http://www.123.is/velkomin 

Þar blogga ég og er með myndaalbúmin mín. Hjartanlega velkomin þangað inn og drekktið með mér kaffisopa.

Gangið í ljósinu vinir mínir

Gunna 


KAFFIPRÓFIÐ

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Þú ert svo mikið sem...

Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

 


Úr Danmerkurferð kjéllunnar

Já sannkölluð ævintýranótt á Clausholm Slot.
Fór að skoða þessi herlegheit, bara ÆÐISLEGT, þarna var hægt að sjá fjarstýrða bensínbíla á sérstakri braut þar sem þeir voru í kappakstri og þeir feðgar Hjálmar og Raggi undu sér þar mun lengur en við mæðgur :) þarna voru líka fjarstýrðir bátar, sumir voru svo með fallegum ljósum þegar rökkvaði og reyndar þurfti að hefja "björgunaraðgerðir" til að ná einum bátnum til lands :), þeir sigldu á síkinu í kringum slottið.
Við skoðum slottið, rosalega flottar myndirnar í loftinu, gifs eða eitthvað þessháttar, en alveg glæsilegar, maður góndi svo til lofts að maður fékk hálsríg :). Þarna inni voru á sitthverri hæðinni, í Havesalen var Duo Paganini, fiðla og gítar leikin verk eftir Bach og Schubert og marga fleiri, en í Kongesalen var flautuconsert þar var hægt að hlýða á Bach, Bellmann Mozart og fl.   Ekki vorum við nú svo menningalega sinnuð að hlusta, enda ekki alveg við Hjálmars hæfi sem vonlegt er.
Þarna var hægt að fara á kaffihús ef maður var þolinmóður, það var greinilegt að það höfðaiði mjög til fólksins, við fórum þarna inn í kjallara slottsins en fórum út aftur, fórum í "det gamle vaskeri"  og fengum okkur "pylsu með öllu"  sú besta sem ég hef smakkað ! og hana nú.
Þarna var hægt að sjá riddara og einhverja skógarbúa (orka), en þeir (skógarbúarnir) voru svartir og höfðu undarlegt útlit :) þeir tókust svo á fyrir framan slottið, m.a. rændu þeir konu og riddararnir sýndu sitt riddaraeðli og björguðu henni :) að sjálfsögðu.  Einnig sáum við burtreiðar, aldeilis alveg frábær skemmtun, leikararnir skemmtilegir og þulurinn minnti mig sannarlega á Villa P nema hann var heldur minni ;)
Á leið frá burtreiðarvellinum lentum við í "froskaparadís" þar fundum við pínku ponsu litla froska og svo líka einn sem var eins og visið laufblað á lit, þetta var nú eitthvað fyrir Hjallann minn, enda var hann kominn með eitt krílið í lófann með það sama.
Ævintýranóttinni lauk svo með glæsilegri flugeldasýningu kl 11,00 við mikinn fögnuð áhorfenda.
Við sluppum vel frá rigningu, gerði 2 eða 3 smáskúri og enginn varð alvarlega blautur, enda flestir með regnhlífina með eins og við gerðum reyndar líka.

123.is

bara að minna ykkur á að ég er með blogg á:      http://www.123.is/velkomin

Kveðja

Gunna seiðkerling Devil


bloggið mitt

Bloggið mitt er hérna

Verið hjartanlea velkomin :) 

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband