24.11.2007 | 14:05
NÝ FÆRSLA um áfengiskaup og Megas
Er á fara Á Megas í kvöld hlakka mikið til, við Ingibjörg Jóns ætlum saman, er reyndar að vinna, en fékk afleysingu til að komast á Olísgengisgleðina en kýs miklu fremur að fara og hlusta á meistarann í Skrúðgarðinum.
Nenni ekki að eltast við misdrukkna vinnufélaga bindindiskonan enda skilst mér að fyrir 17 manna hóp hafi verið keyptar 80 bjórdósir, ætli fólk finni ekki aðeins á sér af því, finnst reyndar ef staffasjóðurinn hefur verið notaður í öll þessi áfengiskaup það vera illa farið með peningana ekki síst þegar maður hugsar til þess að margt af þessu fólki sem er í þessari ferð má ekki kaupa áfengi sjálft. OG HANA NÚ! leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál takk fyrir kærlega.
jæja krúsló, ég hendi kannski inn bloggi eftir ferð mína á meistara Megas öðru hvoru megin við nóttina hehehehe.
Knús á liðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 13:18
fundin fyrirsögn síðustu færslu
titill síðustu færslu...
Notalegheit og brúnaðar kartöflur
Takk fyrir það kæra "systurdóttir"
Annars, fátt að gerast, og einhversstaðar segir að engar fréttir séu góðar fréttir svo við skulum halda okkur við það :)
Fékk Stefán frænda minn í heimsókn, vaaaáááá sá hefur aldeilis lagt af!!! fór í magahjáveituaðgerð og er að standa sig með miklum sóma, afar jákvæður og bara allt annar blær yfir gæjanum mínum.
SVO FÓR ÉG í Einarsbúð... jæja, fór kl 3, mætti næstum of seint í vinnuna, ekki af því að þjónustan sé svona léleg, nei aldeilis ekki það, en það er komið svo mikið af uppáhalds jólavörunum mínum, jólakarlar í hinum og þessum stærðum, englar og Guð veit hvað, púff, varð að rífa mig frá þessu öllu en slapp ekki við að kaupa eina jólamjólkurkönnu, hún er "fruntalega" flott eins og kerlan sagði í jóladagatalinu forðum (var það ekki Blámi, mér fannst kellan þar svo mikið æði) Sannarlega ætla ég þarna út aftur og skoða betur, hver veit nema sú gamla fari heim með fleiri jólavörur í pokanum í það skiptið.
Ég finn smá jólatilhlökkun innra með mér, svolítið öðruvísi en oft áður, langar í jól með góðum mat og slökun, kannski smá jólaboðsívafi ef ég verð dugleg, ætti því kannski að baka hehehehe, alltaf draga svona hugmyndir dilk á eftir sér, vona bara að ættingjarnir lesi ekki þetta blogg til að ég geti bara hætt við að hugsa um jólaboð hnéhnéhné
NEI, DJÓÓÓÓK
Knús og meira knús
næsta blogg kl 13,00 þann 10 des hnegg hnegg
nei bara næst þegar ég nenni
gangið í ljósinu elsku þið öll og látið nú ekki Kortaklippi af of mörg verkefni eftir hátíðarnar.
Nú ætla ég að fara að telja niður í þann tíma sem ég get sett skóinn minn út í glugga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 16:20
bráðvantar titil hehehehe
jebb, vantar titil, átt þú titil á þessa færslu? ef svo er, hentu þá inn kommenti
Hvað um það, F R Í dagur hjá mér í dag N O T A L E G T
Kjéllan fari að reyna skrapp, með 10 þumalputta ennþá, lagast kannski, nú eða ég gefst upp hehehe, reyndar finnst mér þetta dálítið skemmtilegt, verð að viðurkenna það en held að ef vel ætti að standa að þessu nýja "áhugamáli" ætti ég nú að reyna að komast á eitthvert námskeið. Nú er ekki gott að vera flutt af Tanganum, alltaf gat maður treyst á hana Döggu í Hlín, einstaklega uppörvandi kona, taldi mér svo rækilega trú um að ég gæti föndrað að ég er enn eftir einhver 15 ár að taka mark á henni hehehehe. Að öllu gríni slepptu er hún Dagga með alveg einstaka verslun, verslun sem hefur gríðarlegt úrval allskyns hannyrðavöru og ég veit að sumir fara frekar norður á Hvammstanga til að grúska í búðinni hjá henni en í bæinn til að fara í fleiri búðir, það er alveg ótrúlega fjölbreytt, nei það er ekki satt, ÞAÐ FÆST ALLT hjá henni. DAGGA ÉG SAKNA ÞÍN HRÆÐILEGA já og þín líka Kiddý og föndursins okkar
En hvað um það, ég valdi að flytja og ekki verður bæði sleppt og haldið :)
Sólin glennti sig hér inn um stofugluggann í dag, ég dauðhrökk við, vissi ekki hver ósköpin gengu á, en þá var þetta bara sólin að bjóða góðan dag hehehehe, maður er nú eiginlega hættur að þekkja þá dömu.
Ætlaði að vera dugleg í símamasi í gær og í fyrradag, en eitthvað gekk það illa, ætlaði að hringja í allar áttir og hrella fólk, en sumir voru nú heppnir að sleppa.
Amy var að spjalla við unnustann í gær, sendi mér ósk um kvöldmat þegar hún kæmi lambakjöt og brúnaðar kartöflur, henni finnst það afar gott, og sannarlega ætla ég að skella lambi á borðið með brúnum fyrir hana.
Gangið í ljósinu kæru vinir
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2007 | 15:11
Bilka og jólaföndrið
Jæja hvað um það, Esta og Skúli er í Damörkinni í heimsókn hjá Skippershovedvejfamilíunni Elva og co ruddust til Köben í gær að sækja þau og voru einmitt í hópi þeirra sem sátu föst á brúnni vegna flutningabílsins sem fór á hliðina (voru reyndar með E&S með sér) ég held að Elva eigi að láta það ógert að fara til Köben, held að hún hafi farið svona 3 (+?) eftir að hún flutti út ,en í tvö skifti hefur hún lent einmitt í svona töfum og verið afar lengi á leið heim.
Annars, gott að vakna í "morgun" í sólinni sálin verður eitthvað mun léttari þegar svona viðrar, hef samt verið löt í dag, er hundþreytt og eitthvað slöpp, skítkalt og má bara dúða mig eða liggja undir sæng, sussu sussu, og það er fríhelgi
Fékk smá jólafíling, langar að fara að föndra, en vantar föndurfélagann minn til margra ára hana Kiddý vinkonu mína á Hvammstanga, við áttum sko mörg skemmtileg föndukvöld um þetta leiti árs, spilandi jólalögin fram og aftur, Nanni hristi nú stundum hausinn yfir okkur og glotti þegar hann var að koma heim úr vinnunni seint og við sátum í jólaskapi í byrjun nóv, hehehehe, en mikið voru þetta frábær kvöld, sakna þeirra alveg rosalega.
Jæja, fja...kornið, ætla að rífa úr þvottavélinni og koma í þurrkarann og fá mér svo kaffibolla og skoða betur pakkann minn sem ég keypti í SKRAPPA.IS hann er smá jólalegur
Þar til síðar....
Megi ljós kærleikans umvefja ykkur krúttin mín
ein sem hefði viljað vera með í Bilka í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.11.2007 | 13:42
Ný færsla hjá kellu :)
Annars er kerlan bara hálfandlaus, langar mest að sofa frá því að ég kem heim úr vinnu og þar til vinna hefst á ný, er fja.... orkulausari og eitthvert slen í mér, veit ekki hvort að þetta er byrjun á einu þunglyndiskasti eða hvað. Hef reyndar verið að vinna töluvert og er þreytt en svona verður það að vera fram yfir jólin, en þá get ég aðeins blásið, fram að því að fara að eltast við aukavaktir til að koma sér til Danmerkur a.m.k. er líka farin að langa til að hitta fólkið hennar Amy, en PÚFF það kostar aðeins meira en Danm.ferð hehehehe
Kellan góð!!! skrapp í Bónus á dögunum, nema hvað, var að VANDA mig við að leggja í stæði, fremur þröngt, hvað haldið þið að ég geri???? jebb nuddaði mér utan í eitthvert steinsteypurör sem var þarna og rispaði bílinn minn, mér fannst það og finnst nú svolítið fyndið, get ekki að því gert, en ég er nú svo ljónheppin að' þetta er ekki "MÍN" megin, sé þetta aldrei ja nema ef ég fer eitthvað að bjástra í kringum bílinn, þvo hann eða eitthvað þessháttar bull, maður lætur það bara ógert, þá get ég talið mér trú um að þetta hafi verið draumur/martröð :) nota bene, það var FULLT af öðrum stæðum sem ég gat lagt í, meira að segja nær versluninni hehehehehehehe.
Heyrði aðeins í Kárstaðakallinum í gær, lá vel honum og við gátum spjallað og hlegið, það hressir alltaf að spjalla við hann kvekendið ;)
Það var á föstudagskvöldið var að hér ruddist inn aldeilis glaðbeytt kvendi, dró með sér tengdason sem var nú alveg (not) að gefast upp á tengdamóðurinni hehehehe, hún átti bara eftir að pakka niður fyrir hann annars hefði hann skilið hana eftir HJÁ MÉR þetta var hún Ása "sys" alveg yndislegt að fá hana, (þó hún væri með tengdasoninn með sér hehehehe) það er SVOOOOO langt síðan ég hitti hana kelluna, en alltaf er hún jafn spræk. Takk fyrir komuna elsku systir, þetta var bara frábært.
Í gær birtust í vinnunni hjá mér 2 yndisleg "andlit" það var svo gaman að sjá þau, Helena og Börkur úr Hólminum birtust í lúgu, þau eru nú reyndar flutt í Borgarfjörðinn, að Varmalandi svo þetta var nú kannski ekki svo langt að fara, en æ hvað mér fannst notalegt að sjá þau, þau eru eitthvað svo YNDISLEG bæði tvö.
Jæja, læt þetta duga að sinni, hlakka til að koma heim í kvöld, á von á pakka með póstinum og vona að hann verði borinn út í kvöld, var að panta mér smá föndurdót frá SKRAPPA.IS ætla aðeins að leika mér ÞEGAR ég á næst fríkvöld.
En þangað til næst, takk fyrir komuna, þið kvittið, kommentið eða bara lesið.
Megi leiðin ykkar vera ljósum prýdd, Guð blessi ykkur kæru vinir mínir,
Ykkar Gunna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2007 | 13:40
skammtur vikunnar eða þannig hehehehe
Tengdasonurinn, sá hinn sami og tækjaði mig upp á dögunum kom hér í gær og kvartaði, hélt ég helst að hann ætlaði sér að fjarlægja þá ágætu gjöf sem ég fékk frá honum. Ekki var það fyrr en ég lofaði bloggi að ég gat hrakið hann í burtu frá lyklaborði og mús og til síns heima hehehehe
Nýr dagur, afmælisdagur, lítil frænka á afmæli og eins og annað merkisfólk fer hún til "útlanda" til að halda upp á afmælið sitt, það verður gaman að sjá krílið.
Helgin framundan átti nú að innihalda 3ja daga helgarfrí hjá mér en ég tók eina aukavakt og svo vantaði eina að losna við vakt og ég skellti mér á hana líka alveg í fljótfærni hehehehe mundi ekki eftir vinnunni á sunnudaginn, svo ég stytti helgina heldur betur :) en það er í góðu lagi, maður dettur nú varla niður dauður þó ekki sé nema 1 frídagur og svo verður bara gaman að fá útborgað (telja í mig kjark hehehehe)
Annars þarf ég að skreppa til Danmerkur, var að fá svo flottan bækling inn um lúguna með fötum, það má svo sem panta, en það er auðvitað ALVEG ómögulegt, maður verður að máta og sonna, fá kaffi og gistingu "einhversstaðar" já, það er ekki hægt annað
Þá er nú rjúpnaskyttuleitartímabilið hafið hjá björgunasveitunum, það er alveg ótrúlegt hvað þessar elskur (rjúpnaveiðimenn) leggja á sig til að tryggja björgunarsveitunum svona æfingatímabil, alveg ótrúleg fórnfýsi. ÞAÐ Á AÐ SKYLDA ÞESSAR SKYTTUR TIL AÐ TRYGGJA SIG fyrir svona ferðir, trygging sem færi til sveitanna ef þyrfti að kalla út leitarflokk, aarg, ekki er ég í björgunarsveit en ég veit að það fólk sem eru í þeim leggur á sig mikla vinnu í þessum tilfellum, ég er ekki að tala um þegar verða slys (slys gera ekki boð á undan sér) en þegar er verið að ana á fjöll með byssu og koma sér svo ekki til byggða af sjálfsdáðum, en sem betur fer er nú oftast þannig með skytturnar að þær eru einhversstaðar að væflast um í fyrirframvituðu vitleysisveðri og hefðu því EKKI átt að leggja í´ann.
Ekkert meira um það, jólarjúpuna verður þetta lið víst að fá, sama hvað þarf marga leitarmenn til að koma henni til byggða, mætti ég þá frekar bara biðja um eitthvað annað ofan í mig.
Humm fékk kjéddlan bara vitleysiskast við það að opna síðuna og gera tilraun til bloggs en það er nú ekki oft sem betur fer sem svona austur á sér stað.
Annars, bara fínt, Amy er að koma og verður fram yfir jól, kemur 26 gellan mín og fer strax eftir áramótin, betra stutt en ekkert :)
Gangið á Guðs vegum kæru vinir mínir,
Ykkar einlæg GJóh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2007 | 12:44
RJÚPNASKYTTUR!
Er nú ekki vön að tjá mig um fréttir hér á moggabloggi get samt ekki orða bundist!
Hvernig væri af þessir villuráfandi rjúpnaskyttusauðir væri látnir borga einhverja tryggingu þegar þeir fá uthlutað veiðileyfi á þessa fáu fugla sem eftir eru? tryggingu sem gengi beint til björgunarsveitanna. það er ómældur kostnaður sem þær bera af svona leit, auðvitað teljum við mannslíf ekki í krónum en sem betur fer er það nú í fæstum tilfellum sem svo illa fer.
Leitað að rjúpnaskyttum við Hlöðufell í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 23:21
smá tilraun til bloggs
Jæja, það gerði góðan hvell ef svo má að orði komast, rauk upp í fja.... látum, roki og rigningu, og þurfti Lady ekki einmitt ÚT á þeim tíma sem veðrið var verst :( skil ekkert í mér að kenna henni ekki að nota klósett hehehehe.
Hjálmar Karl fór heim á laugardaginn, hefði alveg þegið að hafa hann hérna hjá mér aðeins lengur en hann þurfti að hitta marga og fleiri dagar gáfust í þessari ferð.
Ferðin heim gekk að sjálfsögðu ljómandi vel og skóli hjá gæjanum mínum í dag
Sonardóttir mín hún Karín Anna á afmæli í dag, til hamingju með daginn dúllan mín. Hún er búin að halda upp á það, notaði tækifærið þegar Hjálmar frændi hennar og vinur var hérna svo hann fékk afmælisveislu í ferðinni.
Fékk skemmtilega heimsókn um helgina, Elsa á Hvítadal í Saurbæ kom og stoppaði hjá mér stundarkorn, alltaf gaman að hitta kellu ;) Esta, Skúli og Lýður birtust líka og Hera mín á efri hæðinni leit inn og Stefán var svo heppinn að hér var verið að éta rándýrar pítsur af Dominos (kaupi aldrei pítsur þaðan aftur) og sendi ég honum smásneið af herlegheitunum en Hera fór í ræktina, vildi ekkert hjá ömmukellunni.
Ég er afspyrnulöt í dag, læt það eftir mér, tók 2 aukavaktir um helgina ja eða 11/2 vakt, Ellý tók fyrri hluta vaktarinnar á laugardaginn svo ég gæti hent út hérna hjá mér hehehehe, svo er ég bara með dagvaktir þessa viku, á frí fös og lau vinn svo sunnudagsvaktina mína, bara fínt plan.
Jæja, þetta er nógur barningur hjá mér að sinni, er bara ekkert í bloggstuði núna þetta haustið, nenni að fara bloggrúnt, lesa hjá þeim sem mér finnst gaman að heimsækja, oftast kommenta ég en ekki alltaf og þegar ég er búin að því er ég bara eins og stórskáldin, haldin ritstíflu hehehehe.
Gangið á Guðs vegum kæru vinir, munið að láta ekki sólina setjast á reiðina.
Ykkar einlæg :)
P.s. Lói minn, stjörnuspána mína finnurðu HÉR, er reyndar ekki búin að drusla inn núna, kemur vonandi annað kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2007 | 23:32
Þá er nú komið að heimferð...
Æ ekki gengur mér vel að halda stjörnuspánni inni, er helst að hallast að því að ég sé hundlöt að stússast í því hehehe, allavega er engin spá þessa viku.
Hitti Halldór bróðir minn í gær og við borðuðum saman súpu í Skrúðgarðinum hjá henni Maríu, yndisleg súpa og kaffi og sneisafull skál af konfekti. Svo skemmtilega vildi nú til að Dóri bróðir og María þekkjast og var bara skondið að heyra hve hissa þau urðu á að sjá hvort annað, þegar Dóri kom inn, þá varð ég eiginlega smáhissa, þau sögðu bæði eitthvað á þá leið, nei, þú hér, en hvougt var að tala við mig hehehehehe, ég stóð þarna á miðju gólfi eins og kjáni og vissi ekki hvað var í gangi augnablik, en svo leyndi það sér ekki að þetta fólk þekkti hvort annað, bara gaman að þvi.
Loks létum við mæðgur svo verða af fyrirhugaðri kaffihúsaferð í dag, Sunneva kom með okkur og við fengum okkur yndælis kaffi og enn betri tertur, hjá Maríu að sjálfsögðu, og enn var borin í okkur sneisafull skál af konfekti, uuuummmm takk kæra María fyrir yndislegar móttökur í gær og í dag.
Nú sitjum við Hjálmar hér uppi í stofu, hann horfir á cartoon network, en ég pikka hér inn eitthvert bull
Er að hugsa um að færa mig um set og setjast hjá kallinum mínum og horfa með honum. Mig langar að segja við Elvu og Ragga; takk fyrir að senda guttann minn þessa viku til Íslands, það var/er frábært að fá að hafa hann stundarkorn, mun sakna hans mikið þegar hann fer :´(
Hætt að sinni, bið þess að þið öll mínir kæru vinir í bloggheimi njótið helgarinnar vel og rækilega, dekrið við ykkur sjálf og þá sem þið nennið að dekra við ;)
Knús á línuna, gangið í ljósinu
Ykkar Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2007 | 16:14
Dengsi mættur til ömmu
Elísa þarf að fara suður aftur í kvöld eða eldsnemma í fyrramálið allavega þá er skóli hjá henni en Kobbi ætlar að vera með brósa sínum þessa viku sem hann stoppar.
Það var farið í búð og fékk Hjálmar að velja matinn og það var fiskur, soðin ýsa með rúgbrauði og tómatsósu í kvöldmatinn og svo langaði hann svo í SSpylsur :) ekki flókið að matreiða ofan í hann gullmolann minn.
RStef kom heim með ljós til að setja upp í stofunni og eru 2 þegar komin upp, það þarf að kaupa 1 til viðbótar svo þetta sé eins og ég myndi vilja hafa það. Svona er maður frekur, mér dugðu ekki 3 ljós.
Langar til að breyta í stofunni, en allt snýst jú um að hægt sé að horfa á sjónvarpið þó sólin glenni sig, vildi að það værri EKKERT sjónvarp, myndi sannarlega EKKI sakna þess, en á meðan það er svona stórt atriði, er jú ekki stætt á öðru gaaaaaaaaaaaaarg !
Jæja, ekki meira nöldur, bara að hafa sig í að baka pönnsur fyrir geggjaða liðið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)