Jæja!

Ekki gengur vel....

... að koma sér í blogggírinn aftur, eins og maður lifði fyrir að tjá sig hérna hehehe.
Drullaðist til að klára föstudaginn í vinnu og síðan ekki söguna meir :( fja... vesen, en vonandi mæti ég gallhörð á miðv.d og fimmtud. svo ég geti notið þess að fara í helgarfrí hehe, ekkert varið í að missa af því.

Er ekki að nenna að fara að draga fram jóla þetta og jólahitt, en samt finnst mér alveg kominn tími á að fara að gera smá jólalegt í kringum mig. Ætla að finna til jólaþorpið hans RStef og koma því hæér upp í vikunni, hver veit nema það kveiki aðeins í mér, svo þarf að draga fram uppskriftabækurnar og baka þessar smákökur sem eru gjörsamlega ómissandi s.s. serenukökurnar, gaffalkökurnar og piparkökurnar.  Auðvitað þarf svo að gera laufabrauð, á þess koma engin jól.

Mikið er ég glöð, RSR verður heima þessi jól, fer ekkert til usa eins og síðast, nú hefðu bara Elva og Raggi þurft að vera þessi jól svo ég gæti haft jólagleði með öllum börnunum mínum ;)

Er að hugsa um að fara í kertagerð í vikunni, gera mér nokkur "galdrakerti" á engin núna, öll búin og það gengur nú ekki.

Jæja, ætli það sé ekki meira vit í að fara að sinna kvöldmatnum ern að kreista eitthvað upp úr sér hér.

Bið ykkur vel að lifa

tattoo

 

 

http://media.photobucket.com/image/butterfly/jcar9271/butterfly_tattoo.jpg 


Danskir dagar framundan en....

veit ekki hvort ég kemst :( er búin að vera freka slæm í skrokknum og eiginlega ekki mjög vel göngufær og ekki situr maður á rassinum þegar í Hólminn er komið ;) en allt er í athugun og hver veit, kannski ná töfrafingur Elísbetu sjúkraþjálfara að flikka smá uppá kellu svo hún geti kíkt.

Annars, svo sem ekkert merkilegt að frétta hér, tendóin mín farin til síns heima og kallinn situr allar helgar á Skarði og við mæðgin hér á skaganum. Ég hef ekkert farið í sumar, því miður :( 2 svar sinnum norður og 2svar í Hólminn, skotferðir í bæði skiptin. Eins og ég ætlaði að vera duglega að flandra en svona fór það!  Jæja það kemur annað sumar og annað frí hehehehe.

Er að hamast í jólagjafaframleiðslu núna, (ok ekki NÚNA ég er í tölvunni hehe) og eru 3 jólagjafir alveg tilbúnar til innpökkunar, 3 eru á síðustu sentimetrunum ef svo mætti að orði komast. Bara gaman.

Amy kom með undurmjúkt og fallegt bleikt garn sem ég er að hanna peysu úr á Dagnýju Rós (fyrir Amy), það verður gaman að sjá hvernig það endar hjá mér, má segja að hún sé hönnuð svona jafnóðum ;)

Var með matarboð fyrir einn í gær ;) sauð mér slátur og bauð skottunni í risinu í mat, hún var nú meira en sátt við slátrið, mamma hennar fékk "nesti" fyrir hana til að borða í dag, og langan hennar sá nú ekki eftir þeirri sneiðinni svo mikið er nú víst.

Jæja, tíkin er að væla á mig, vill endilega fá mig aðeins út í garð, meira hvað hún þarf alltaf í garðinn hehehe, hefði átt að kenna henni að nota klósett ;)

Knús á ykkur

Vú! blogg!

Það er nú orðin spurning um hvort maður kann ennþá að blogga eftir alla þessa veru á fésinu :)
Ekki það að það sé mikið um að vera hjá mér, frekar rólegt og þægilegt.
Síðan ég bloggaði síðast hefur það gerst að Sylvía Hera er farin að vinna í Olís og á sömu vakt og ég, mér til mikillar ánægju og held að hún sætti sig bara þokkalega við það ;) enda hafði hún val, hún gat sleppt því að sækja um hehehehe
Kalinka var orðin dálítið frek, hún sendi mér fullt af ættingjum helvísk, svo og vinum og vandamönnum, þetta lið hrúgaðist svo á þvottasnúrurnar mínar hérna úti, ég bar þetta inn í þvotti og sumir ættingjarnir leituðu inn, alltsvo þetta lið sem ekki hékk í vef á gluggunum. Hér birtist svo maður eitt kvöldið,með konuna sína og eiturbrúsa meðferðis, skákaði konunni við eldhúsborðið mitt og úðaði eitri, ekki yfir okkur en yfir Kalinku og kó, síðan hefur verið tómlegt á gluggum hehehehe.

Ég hef verið undanfarið ár held ég bara að hamast á ferðatölvu en fékk bara í dag svona "alvöru" tölvu þ.e. borðtölvu sem Óli lánaði mér, ég er yfir mig glöð, finnst miklu betra að vera með svona borðtölvu en hitt apparatið þó mér líki ekkert svo illa við greyið..

Amy er hérna núna en fer heim á þriðjudaginn, alltaf jafnleiðinlegt þegar hún þarf að fara, það líður alltaf aðeins of langt á milli þess sem hún er hérna.

Ætlaði á unglist á Hvammstanga ern það fór í vaskinn hjá mér, stefnan sett á danska daga í staðinn, hlakka mikið til, það verður bara æði.

Jæja nóg að sinni, meira síðar

Góð heimsókn í dag :)

Mikið fékk ég frábæra heimsókn í dag :) Bára frænkaHeart kom og stoppaði eiginlega allt of stutt. Við vorum vinkonur í æsku og enn er Bára svona svolítið spes frænka, hún er t.d. mun MEIRA skyld mér en Guðjón albróðir hennar hehehehe.


Annars bara allt á rólegu nótunum, fer ekki mikið fyrir Kalinku, hún rorrar þetta í afslöppun og næs Wink
Sylvía kom niður í gær með rúsínuna mína sem er orðin svo dugleg að hún er farin að sleppa sér og það er sko bara í dag eða á morgun sem hún lætur vaða af alvöru og hætti að paufast eftir gólfinu. Hún var nú ekki mjög sátt þegar langan hennar nennti ekki að ramba með hana fram og aftur um gólfið hehehe, en fyrirgaf það nú fyrir rest.

Púff! stór helgi framundan, eitthvert rosa boltamót um helgina, og ég að vinna, svo koma írskir dagar upp á mína vinnuhelgi :(  er ekki alveg að deyja úr tilhlökkun það er sko alveg pottþétt, ég er heldur ekki alveg að fíla írsku dagana.Pinch

Jæja, ætla að hætta þessu tölvuhangsi, ég kemst hvort sem er nánast ekkert að á glugganum hjá Erni og Össu, mikil umferð þar núna enda ástæða til, nú fer maður að geta átt von á að sjá afkvæmið.

Knúsist og elskið hvort annað
ykkar einlæg


Frú Kalinka könguló

Sæta stelpan hún Kalinka könguló er  HÉR

svo setti ég inn fleiri myndir sjá í færslunni næst á undan :)


myndir

setti inn nokkrar myndir :) smelltu hér

Til hamingju með daginn kæru landar!

já erum við ekki bara að halda upp á daginn í dag í síðasta sinn sem frjáls þjóð? einhvernvegin finnst mér það. Það er búið að selja okkur í ánauð með öllu því sem fylgir í kjölfar þessarar frábæru útrásar útrásarvíkinganna okkar.Crying (eru þetta ekki mannréttindabrotWink)

Jæja ekki ætlaði ég að fara að vera neikvæð í dag, sólin er aðeins að senda okkur geisla sína og það  er bara sæmilega hlýtt, a.m.k. þegar við Lady skruppum hérna út undir húsvegginn að gera þarfir okkar hehehehe (hún reyndar bara)

Kalinka hefur látið fara lítið fyrir sér eftir að ég keypti mér rafhlöður í myndavélina mína, er að vona að hún kíki í vefinn sinn á eftir, sá glitta í hana í horninu á glugganum og næ ekki mynd af dúllunni þar :)

Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að liggja í leti í dag eða druslast í einhvern smábakstur, held að þetta verði að skoðast betur eftir svona klukkutíma eða svo og einn eða tvo kafibolla til viðbótar.

Annars er ekki mikið markvert að gerast hjá mér, er búin að plana ferð á Hvammstanga eftir vinnu á sunnudaginn og kem sennilega þaðan á mánudagskvöld nema þvíeins að ég fari bara í Hólminn líka hehe, aldrei að vita hvað mér dettur í hug. Amy verður komin og krakkarnir verða dauðfegin að vera laus við mig af heimilinu, það eru ekki svo margir tímarnir á ári hverju sem þau geta eytt saman.

En semsagt, mammzan hefur tjáð sig í dag.

Gangið í Guðs friði og megi ljósið fylla hjörtu okkar allra af gleði, frið og hamingju

 

 


vinnan kallar og brúðkaupsafmæli gærdagsins

Jæja, þá eru það 2 stuttir vinnudagar framundan hjá mér vona að þeir verði fljótir að líða, er sannarlega ekki að hafa mikla löngun til vinnu í dag, skrokkurinn er ekkert í of góðu skapi og þá er það segin saga að hugurinn vill stundum taka þátt og langar að gefa greyinu vinnupásu ;) en það er ekkert inni í myndinni, bara að druslast í vinnuna.

Það er alveg sæmilegasta veður hérna, aðeins skýjað og vindur, sætti mig vel við það a.m.k. í dag.

Var boðuð heim til Óla og Gosiu í gærkvöldi og þegar þangað koma var terta á borðum og heljarinnar vöfflustafli, blóm og alles W00t vissi bara ekki hvað gekk á, fór í snarhasti yfir afmælisdaga fjölskyldunnar í huganum og fann ekkert afmæli ;) Skúli ( þau voru þarna líka Esta og Skúli svo þetta var allt eitthvað enn meira duló) fræddi mig svo um að það væri 12 ára brúðkaupsafmæli hjá Óla og Gosiu hehehe ekki er nú minnið gott. Svona á að gera hlutina sko, þó þetta standi ekki á heilum eða hálfum tug, hvert afmæli, hvert brúðkaupsafmæli er jú sönnun þess að við fáum að lifa og njóta smavistanna. Innilega til hamingju með daginn í gær elsku krakkar mínir


helgarfríið fór fyrir lítið :/

Tók aukavakt 1/2 vakt í morgun, æ dauðsá eftir því en gat ekki neitað stelpuskinninu um þetta. Hafði vaktina af og komst spelllifandi heim til mín. Sylvía Hera kom aðeins í innlit og var með okkur svona tæpa 2 tíma, hún verður snögg að ná þessu stelpan, engin hætta á öðru.
Afkomandi Karlottu hún frú Kalinka er pottþétt búin að hreiðra um sig hérna á glugganum og ég ætlaði að kaupa mér batterí í Olís en þá fengust engin góð í vélina mína svo ég er ekki tilbúin með mynd af frúnni :) en hún kemur verið viss hehehehe
 
Dálítið erfitt að byrja að blogga aftur, maður er gersamlega andlaus ;) og veit nákvæmlega allsekki um hvað maður á að skrifa hérna, en...

Ætla svo sem ekki að berjast þetta meira núna, reyni að blogga eitthvað á morgun.
Knús


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband